Blogg um veturinn

 

Í íslensku vorum við í málfræði og það var rosalega gaman og stundum fórum við í lesskilning og þurftum að skrifa í gulu bókina okkar. í málrækt lærðum við um stafsetningu. Mál í mótun er verkefnabók sem við gerum í íslensku tíma.

Við lesum líka í yndislestri á hverjum degi og yndislestur er uppáhalds fagið mitt.

Í ensku gerðum við verkefni sem hét my favorite animal og my best friend. Þar vorum við að æfa enskan orðaforða. Það voru skemmtileg verkefni og mér fannst gaman að gera þau.

Í stærðfræði erum við að læra í bók sem heitir Stika 2A og 2B, það er ágæt bók og maður lærir mikið. í vetur hef é lært á hnitakerfi, leggja saman brot, finna samnefnara og flatarmál.

Í fyrstu tímum dagsinns erum við í tónmennt hjá Halla og við búum til plaggat um eitthvað sem við finnum í hljóðspor, sem er bók í tónmennt og síðan semjum við lag og tökum það upp.

Mér finnst gaman í skólanum og mér líður vel þar. Ég leik við vini mína og við förum í leiki og svoleiðis. Mér finnst skemmtilegast í yndislestri og frímínútum.

 

Í janúar gerðum við verkefni um norðurlöndin. ég og tvær aðra stelpur gerðum um Danmörku. það var mjög gaman og ég lærði mikið.

Við fórum í vettvangsferðir í boot camp, bíó paradís og vorferð. Í boot camp gerðum við allskonar æfingar. Þegar við fórum í bíó fórum við að sjá mynd um ísbirni og rostunga, það var skemmtileg mynd og hún var mjög fróðleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband